Í vali í unglingadeild bjóðum við uppá námskeið sem heitir meistarkokkurinn. Um er að ræða keppni í bakstri og matargerð. Nemendur fá að velja sér uppskrift sem þau eiga að gera í tímanum og dómnefnd fylgist með og smakkar síðan afraksturinn. Í lokin er síðan einn (hópur) sigurvegari.
Námskeiðið tókst einstaklega vel og voru nemendurnir dugleg, áhugasöm og verklaginn.
Dómnefnd í bakstri skipuðu Systa fyrverandi matráður í Grundaskóla og Smári Níelsson kokkur. Í matarkeppninni voru það Systa, Peta mataráhugamanneskja og Ragnheiður hjúkka sem skipuðu dómnefndina. sigurvegarar fengu bókina Pabbi áttu uppskrift eftir Smára kokk að gjöf.
Frábærir krakkar og frábært verkefni
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is