Þessa dagana eru unglingarnir okkar í vali í heimilisfræði sem ber nafnið Meistarkokkurinn.
Þá keppa tveggja til þriggja manna lið bæði í bakstri og matreiðslu. Þau undirbúa hvora keppni fyrir sig, velja það verkefni sem þau ætla að gera, aðlaga uppskriftir, skrá innkupalista, skipuleggja verkefnið og æfa sig í að vinna verkefnið. Á keppnisdegi fáum við dómara til að vera á svæðinu, fylgjast þeir með vinnubrögðum og framgangi verkefnisins og að lokum dæma afraksturinn. þetta er skemmtilegt verkefni og margir leggja sig vel fram og standa sig með prýði.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is