Starfsfólk og nemendur Grundaskóla tóku höndum saman í dag föstudag við að tryggja tilflutning á húsmunum og klára þrif á kennsluhúsnæði unglingadeildar þannig að miðstigið geti flutt inn á ný í skólann á mánudagsmorgunn. Fimmti, sjötti og sjöundi bekkur kemur heim í Grundaskóla á ný eftir viku fjarveru úr skólanum.
Við erum stór og fjölmennur skóli og í fjöldanum felst mikill styrkur. Þegar öflug sveit vinnur skipulega og samtaka saman að sama markmiði verður útkoman stórkostlega. Iðnaðarmenn hafa einnig lagt sitt að mörkum, unnið dag og nótt við lagfæringar á B-álmu og á mánudagsmorgunn verða sjö stofur klárar af níu auk miðsvæðis skólans.
Til að allt geti gengi upp þarf margt að falla til og allir að leggja sitt að mörkum. Við látum vandamál líðandi stundar ekki buga okkur. Til að stilla strengina breytum við verkefninu í hópefli meðal okkar fólks.
Við gerum allt fyrir Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is