Mikil verðmæti í námsgögnum

Á hverju ári kaupir Akranesbær námsgögn og ritföng til nota í grunnskólum bæjarins. Mikilvægt er að ganga vel um þessa hluti og nýta á milli skólaára.
  
Dæmi um slíka hluti sem má nýta eru blýantar, pennar, trélitir, strokleður, yfirstrikunarpennar, skæri og gráðubogar.
Einnig er eðlilegt er að nýta stílabækur í fleiri en einu fagi og milli ára o.s.frv. Hér er um auðlynd að ræða sem er ekki óþrjótandi.
 
Námsgögn eru gjaldfrjáls en kosta samt mikið og eru greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Í ár gera áætlanir ráð fyrir að um 2.3 milljónir króna fari í nemendaritföng.
 
Skólastjórn skorar á allt skólasamfélagið, nemendur, starfsmenn og foreldra að ganga um öll námsgögn af virðingu og fara vel með.