Breyttar sóttvarnarreglur yfirvalda breyta miklu fyrir starfsemi mötuneytisþjónustu í Grundaskóla. Þessar fyrstu vikur ársins 2022 hafa eingöngu nemendur í 1.- 4. bekk notið þjónustunnar vegna fjöldatakmarkana en frá og með fimmtudeginum 3. febrúar geta allir árgangar skólans komist að.
Þetta eru ekki einu breytingarnar því frá og með sama degi verður framboð á grænmeti og ávöxtum stóraukið og nemendur skammta sér sjálfir. Sjálfsafgreiðsla var tekin af þegar sóttvarnarreglur voru hertar en nú hafa yfirvöld ákveðið að breyta um kúrs og opna fyrir marga hluti.
Breyttar áherslur gera þó miklar kröfur til allra að sinna persónubundnum sóttvörnum og reyna að tryggja að Covid-bylgjan spryngi ekki upp á ný í okkar skólasamfélagi. Við hvetjum alla til þess að huga að sóttvörnum og fara varlega.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is