Munum eftir D-vítamíninu

Á haustin er sérstaklega mikilvægt að muna eftir D-vítamíninu. Mælt er með daglegri inntöku D-vítamíns (lýsi, lýsisperlur eða D-vítamíntöflur). Þetta á sérstaklega erindi til foreldra barna sem voru að byrja í fyrsta bekk grunnskóla og fá þá ekki lengur lýsi í leikskólanum. Einnig er mikilvægt að passa að eldri grunnskólabörn taki D-vítamín sem fæðubót en vísbending er um að tæplega helmingur þeirra taki D-vítamín.

Sjá nánar upplýsingar á https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item46425/Upplysingar-um-D-vitamin