Myndataka fyrir söngleik

10. bekkingar, kennarar og foreldrar vinna nú sem samhent liðsheild að undirbúa glæsilega leiksýningu á sal skólans. Uppsetning á söngleiknum Hunangsflugur og Villikettir er lokaverkefni hópsins nú í vor. Í dag var undirbúningur fyrir útgáfu á leikskrá og þá er gott að hafa stuðning fagmanna í ljósmyndun í foreldrahópnum.

Það eru spennandi tímar framundan í skólastarfinu.

Grundaskóli er OKKAR