22.október 2024 – Myndmennt
Í myndmennt lærir 4.bekkur um Kúbisma.Þau kynnast Picasso og hans framlagi til listastefnunnar.
Því næst vinna þau verkefni sem heitir á ensku “Roll a masterpiece: Pablo Picasso” eða beinþýtt á ilhýra “Kastaðu fram meistaraverki: Pablo Picasso” þar sem teningakast ræður því hvers konar auga, munn, eyru og nef koma fram á listaverkinu þeirra.
Útkoman er mjög skemmtileg en unnið var með blýantsteikningu sem var síðan lituð með olíupastellitum, öðru nafni klessulitum. Í lokin er farið ofan í línurnar með svörtum lit sem skilgreinir enn betur formin sem réðust af teningakastinu.
Börnin höfðu mjög gaman af þessu verkefni.
List-og verkgreinakennari: Lilja Margrét Riedel.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is