Mynlistarsýningin "Þar sem maður hittir mann"

Í gær var opnuð glæsileg myndlistarsýning, "Þar sem maður hittir mann." Sýningin er hluti af dagskrá Vökudaga á Akranesi og er afrakstur myndlistarnámskeiðs í Grundaskóla í umsjón Borghildar Jósúadóttur, Steinunnar, Guðmundsdóttur, Eyglóar Gunnarsdóttur, Valdísar Sigurvinsdóttur, Bryndísar Símsen og Eddu Agnarsdóttur. Sérstakur listrænn ráðgjafi verkefnisins er Skagamaðurinn Helena Guttormsdóttir.
Full ástæða er til að hvetja alla til þess að sækja þessa sýningu því enn og aftur sannast að Akranes er ekki bara Skóla- og íþróttabær heldur eru menning og listir í hávegum hafðar. Sýningin er haldin í sýningarhúsnæði við kirkjubraut á móts við Kaupfélagið og er opin frá 16-18.