Í Grundaskóla leggjum við áherslu á fjölbreyttar matsaðferðir. Námsmatið er í stöðugri þróun og sífellt er verið að leita leiða til að setja námsmatið fram þannig, að það gefi sem víðtækastar upplýsingar um stöðu nemenda. Mikilvægast af öllu er þó það leiðsagnarmat sem fram fer í daglegu skólastarfi. Í gegnum tíðina hefur námsmat á yngri stigum skólans einkennst af munnlegum leiðbeinandi umsögnum á meðan tölueinkunnir og umsagnir hafa tíðkast á unglingastiginu.
Um þessar mundir eru miklar breytingar á samræmdum prófum fyrirhugaðar og sú stærsta þeirra er færsla þeirra frá 10. niður í 9. bekk. Jafnframt hefur verið gerð sú krafa að einkunnir nemanda verði gefnar í bókstöfum. Enn fremur gerir ný námskrá ráð fyrir því að bókstafseinkunnir séu byggðar á þeim hæfni- og matsviðmiðum sem einstakar námsgreinar byggja á. Á þann hátt fá nemendur og foreldrar mun nákvæmari útlistun á hvaða hæfniviðmiðum nemendur hafa náð og hvar þeir þurfi að gera betur.
Um þessar mundir eru kennarar á fullu við að vinna kennsluáætlanir sem taka mið af þessu nýja skipulagi. Því miður eru matsviðmið ekki tilbúin frá hendi Menntamálastofnunar nema fyrir 10. bekk og því er ekki hægt að meta nemendur yngri árganga á þessum nýja grundvelli vorið 2016 nema í 10.bekk. Hins vegar eru kennarar, eins og áður sagði, að prófa sig áfram við að máta sig inn í þessa breyttu framsetningu á námsmati sem að öllu óbreyttu kemur að fullu til framkvæmda á næsta skólaári.
https://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/
Á næsta skólaári er miðað við að er nemendur útskrifast af hverju stigi fyrir sig fari fram nákvæmt mat á því hvaða hæfniviðmiðum nemendur hafi náð í einstökum námsgreinum. (Við lok 4., 7. og 10. bekkjar). Við leggjum einnig áherslu á að meta lykilhæfni nemenda við lok hvers stigs.
Hvaða gildi hafa bókstafseinkunnir?
Varðandi lokamat í 10.bekk vorið 2016 munum við meta nemendur samkvæmt matsviðmiðum Menntamálastofnunar í einstökum námsgreinum og nemendur fá einkunnir í bókstöfum. Þar sem slíkt mat er hins vegar nýtt af nálinni og enn í þróun hjá kennurum munum við merkja við hvaða hæfniviðmiðum nemendur hafa náð en bókstafseinkunnir verða byggðar á árangri þeirra í einstökum námslotum, lokaverkefnum og lokaprófum. Námsárangur nemenda verður umreiknaður úr tölum yfir í bókstafi samkvæmt kvarðanum hér á eftir:
A | 93-100 stig | Framúrskarandi námsárangur – nemandi hefur náð öllum hæfniviðmiðum námsgreinar og lagt á sig umfram aðra. |
B+ | 85-92 stig | Mjög góður námsárangur og nemandi hefur náð flestöllum hæfniviðmiðum námsgreinar en skortir aðeins upp á að ná upp á næsta stig |
B | 70-84 stig | Góður námsárangur – nemandi hefur náð mörgum þeirra hæfniviðmiða sem sett eru í námsgrein. |
C+ | 63-69 stig | Nokkuð góður námsárangur en nemanda skortir aðeins upp á að ná upp á næsta stig. |
C | 45-62 stig | Nokkuð góður námsárangur en nemanda skortir nokkuð upp á að hafa náð hæfniviðmiðum námsgreinar. |
D | 0-44 stig | Nemandi heufr ekki staðist þau hæfniviðmið sem sett eru í námskrá |
Tjáning | Hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir, munnlega, skriflega og á annan hátt. Hæfni til að miðla þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum |
Sköpun | Skapandi hugsun í efnistökum og úrvinnslu. Hæfni nemenda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagnrýnni hugsun og röksemdafærslu. |
Sjálfstæði | Hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn. |
Þekkingarleit/ miðlun |
Hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt. |
Ábyrgð | Hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu |
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is