Vikuna 10. - 18. september er stór hluti nemenda á unglingastigi skólans í náttúrufræðiþema. Þá er hefðbundnum tímum skipt upp og nemendur vinna í hópum að ákveðnum markmiðum. Í þemanu kynnast nemendur m.a. sveppum, plöntum og hryggleysingjum með fjölbreyttum verkefnum.
Að þessu sinni er lögð áhersla á að samþætta vinnuna snjalltölvum og nýrri tækni. Í þeim þemum sem við höfum unnið að síðustu ár höfum við prentað út bækling sem inniheldur allar upplýsingar um þemað handa nemendum og foreldrum. Að þessu sinni var ákveðið að bregða útaf vananum og nota svokallaðan QR – kóða með það að markmiði að huga betur að náttúrunni. Áður fyrr voru þúsundir blaða ljósrituð til að koma upplýsingum á framfæri en nú fara allar upplýsingar á milli rafrænt.
QR- kóðinn er afkomandi hefðbundinna strikamerkja og er notaður í þeim tilgangi að koma ákveðnum upplýsingum til fólks.
Til að lesa kóðann þarf að sækja QR- reader app en þegar búið er að sækja appið er nóg að beina tækinu að kóðanum og þá birtast þær upplýsingar eða leiðbeiningar sem kóðinn geymir.
Nemendur voru hvattir til að sækja sér appið og prófa. Sumir nota eigin síma en aðrir spjaldtölvur í eigu skólans. Þetta er í fyrsta skipti sem við færum okkur nær eingöngu yfir í rafrænt form í þemavinnunni en er örugglega ekki það síðasta. Þetta ferli hefur heppnast mjög vel og voru nemendur ánægðir að geta notað tæknina á þennan hátt.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is