Nauðsynleg leiðsögn foreldra og forráðamanna Skjátími barna og ungmenna

Tími barna okkar er dýrmætur, bæði námslega og félagslega. Þau mynda tengsl og skapa minningar sem móta þau til framtíðar. Sumir segja að tæknin hafi auðveldað öll samskipti en svo er ekki í öllum tilvikum. Símar og ýmis snjalltæki geta einnig verið varasöm.

Samkvæmt könnunum meðal ungmenna í grunnskólum hefur komið í ljósa að sum þeirra eru í símanum um 6 til 10 klukkustundir á dag, eða sem nemur 42 til 65 klukkustundir á viku. Sumir nemendur eru að verja allt að 48 tímum á viku á instagram, snapchat o.fl. Hugsið ykkur að tveir heilir sólarhringar á einni viku sem fara í samskiptamiðla í símanum. Þessar tölur eru sláandi og ekki bara vegna þess hve miklum tíma varið er í símanum heldur einnig vegna þess að þetta er fyrir utan þann tíma sem börnin verja í spjaldtölvu, tölvu eða yfir sjónvarpi á hverjum degi.

Hér er tilefni fyrir foreldra að stíga inn og leiðbeina börnum sínum. Það er nauðsynlegt fyrir alla að nota þessi tæki af ábyrgð og varast þær hættur sem fjölmargar kannanir um allan heima hafa sýnt fram á. Sumir tala jafnvel um síma eða snjalltækna fíkn.

Við hvetjum ykkur til að setja á reglur um að börnin ykkar hætti í símanum á vissum tíma á kvöldin og sofi ekki með hann inni í herberginu sínu, enda mörg hver að fá tilkynningar alla nóttina sem getur truflað dýrmætan svefntíma. En það er alltaf að koma betur ljós hve mikilvægur góður svefn er fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu.
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/svefnthorf/svefnthorf-eftir-aldri/

Meðfylgjandi eru ráðleggingar frá Landlæknisembættinu um skjátíma barna og unglinga og svefntíma eftir aldri. Þó svo að við höfum aðallega fengið að sjá skjátíma hjá unglingum þá er samt gott að byrja strax að leiðbeina yngri börnum og stýra notkun þeirra á símum og öðrum snjalltækjum.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37137/Skjáviðmið%206-12ára.pdf
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37138/Skjáviðmið%2013-18ára.pdf