Nemendaráð

Öflugt nemendaráð í Grundaskóla

Stjórn Nemendafélags Grundaskóla (NFG) var kosið á dögunum og hefur nú þegar tekið til starfa. Nemendalýðræði hefur alltaf verið í hávegum haft í starfi skólans og enginn breyting er fyrirhuguð á þeim áherslum. Nýtt nemendaráð fundar nú af krafti og ræðir ýmsar hugmyndir um hvernig við gerum góðan skóla betri.

Hér má sjá glæsilega nemendaráðsfulltrúa og leiðtogaefni sem mynda saman glæslega forystusveit NFG skólaárið 2020-2021.