Nemendaráðsfundur 10. október 2023

Þann 10. október fórum við, nemendaráðið í Arnardal og hittum nemendaráðið í Brekkubæjarskóla. Við fengum stuttan fyrirlestur um félagsmál, hagsmunamál og velferðamál frá Heiðrúnu Janusardóttur.

Eftir fyrirlesturinn var okkur skipt í hópa og við gerðum verkefni út frá fyrirlestrinum. 

Allir hópar áttu að skrifa hugmyndir um hvernig við getum gert skóladaginn betri og og eflt félagslífið. Við töluðum líka um hvernig við getum fengið hugmyndir frá krökkunum í unglingadeildinni t.d. varðandi viðburði, böll og þemadaga til þess að auka félagslífið. Okkur fannst gaman að hitta nemendaráðið í Brekkubæjarskóla og fá að heyra hvernig nemendaráðið þeirra vinnur.

Það er mikilvægt að nemendaráð skólanna hittist reglulega og spjalli um hvernig við getum gert félagslífið á Akranesi betra fyrir unglinga.

 

Fyrir hönd nemendaráð Grundaskóla,

Kara Líf og Guðlaugur Þór.