Kiwanismenn komu færandi hendi í síðustu viku og færðu nemendum 1. bekkjar hjólahjálma að gjöf. Hildur Karen aðstoðaði við afhendinguna og fór yfir mikilvægi þess að nota hjólahjálm. Þá sýndum við börnunum "hjálminn og eggið" þar sem við settum egg inn í þar til gerðan hjálm og létum detta úr smá hæð og eggið brotnaði ekki. Síðan tókum við eggið úr hjálminum og létum detta úr sömu hæð á gólfið og það brotnaði, sem sýnir okkur klárlega hvernig hjálmurinn verndar höfuðið.
Einnig fórum við yfir það hvernig við stillum hjálminn rétt en það að vera með hjálminn rétt stilltan skiptir höfuðmáli.
Bestu þakkir fyrir okkur, þetta er frábært framtak hjá Kiwanis
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is