Nemendur færa skóladagvist Grundaskóla gjöf

Grundaskóli nýtur þess ríkulega og á margan hátt hversu margir eru tilbúnir að leggja skólastarfinu lið. Þessi liðsstyrkur er fólginn í margvíslegu sjálfboðastarfi og beinum styrkjum eða gjöfum svo eitthvað sé nefnt.
Meðfylgjandi er mynd af þremur nemendum skólans sem tóku sig til og smíðuðu fullbúið dúkkuhús með öllu tilheyrandi og færðu skóladagvist Grundaskóla að gjöf. Stúlkurnar Anna Berta, Karen og Tinna hönnuðu húsið undir leiðsögn Kristins smíðakennara. Þetta er frábært framtak en skóladagvistin átti ekkert slíkt hús fyrir og ljóst að yngri nemendur skólans munu njóta þessa verkefnis í framhaldinu.
Grundaskóli þakkar þeim stöllum fyrir þetta frábæra framtak.