Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7.bekk

Að venju tóku nemendur í 4. og 7. bekk samræmd próf á haustdögum. Nýlega bárust okkur niðurstöður prófanna og ekki er hægt að segja annað en að nemendur okkar hafi staðið sig með miklum ágætum. Síðustu árin hefur nokkuð borið á því að árangur okkar í stærðfræði hefur verið mun betri en í íslensku. Sú var einmitt raunin í 4. bekk þar sem stærðfræðin var nokkuð yfir landsmeðaltali en íslenskan var eins og landsmeðaltal segir til um.

Í 7. bekk var stærðfræðin vel yfir landsmeðaltali og íslenskan einnig en stærðfræðin var aðeins hærri. Það þýðir að nemendur okkar í 7. bekk hafa bætt sig töluvert í íslensku frá því á samræmdu prófunum sem þeir tóku í 4. bekk. Meðfylgjandi er skjal sem ýmis konar tölfræði sem m.a. sýnir stöðu Grundaskóla miðað við landið allt auk þess að birta raðeinkunnir.

Samræmd könnunarpróf