Eins og margir vita er pláss af skornum skammti í Grundaskóla þessa dagana þar sem einni álmu hefur verið lokað vegna viðgerða. Níundi bekkur skólans hefur verið í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll síðustu vikurnar en er nú fluttur í húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands og hitti þar fyrir tíundu bekkinga skólans sem þar hafa dvalið í góðu yfirlæti. Báðir þessir árgangar munu klára skólaárið í húsnæði FVA og enn er óljóst hvernig húsnæðismálin verða leyst á næsta skólaári.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is