Nóg að gera hjá skólakór Grundaskóla

Það var í nógu að snúast hjá Skólakórnum okkar um helgina. Á laugardeginum söng yngri hópurinn á Akratorgi, þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu. Á sunnudeginum söng eldri hópurinn á Aðventuhátíð bæði í Akraneskirkju og svo fyrir íbúa og starfsfólk Höfða. Góður rómur var gerður að söng barnanna og stóðu þau sig með prýði í söng og allri framkomu.