Nóg um að vera í Grundaskóla

Á föstudaginn 14. október síðastliðinn var bleikur dagur í Grundaskóla. Stelpurnar í 6. bekk unnu fjölbreytt verkefni um gæludýr í enskutímanum. Forritið "Just dance" er vinsælt en með því geta krakkarnir lært allskonar dansa.
Strákarnir í 6. bekk fóru í stærðfræðiratleik og nutu þess svo að slappa af eftir það.