Umferð í nágrenni skólans er mikil og því mikilvægt að huga að umferðaröryggi. Við biðjum ykkur öll um að huga að hollri hreyfingu, draga úr bílaumferð og labba á milli heimilis og skóla. Nú nálgast einnig sá tími að huga þarf að notkun og útbúnaði reiðhjóla því veturinn nálgast.
Við brýnum fyrir börnunum sem fullorðnum að fara gætilega í umferðinni og vera alltaf með endurskinsmerki.
Fræðsluvefur Samgöngustofu, www.umferd.is, er upprunninn úr Grundaskóla en þar er að finna fræðsluefni fyrir nemendur á öllum aldursstigum grunnskólans og leiðbeiningar sem foreldrar og kennarar geta nýtt sér við umferðarfræðsluna.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is