Nýr umferðarvefur - umferd.is

Samgöngustofa opnaði í morgun endurhannaðan umferðarvef www.umferd.is en vefurinn er samvinnuverkefni Samgöngustofu og Grundaskóla á Akranesi, sem er móðurskóla umferðarfræðslu. Nýr vefur var opnaður við hátíðelag athöfn Lágafellsskóla að viðstöddum Ólöfu Norðdal, innanríkisráðherra og fjölda annarra gesta. Opnun vefsins var hluti af setningu átaksverkefnisins Göngum í skólann sem hefst einmitt í dag, 9. september og stendur til 7. október næstkomandi.
Umferðarvefurinn, (umferd.is) er ætlaður nemendum, kennurum og foreldrum og inniheldur skemmtilega umferðarfræðslu fyrir börn sem er ætlað að auka öryggi þeirra í umferðinni. Meðal nýrra verkefna má nefna bókaflettara þar sem nemendur geta æft sig í lestri um leið og þeir fræðast um mikilvægar umferðarreglur. Samhliða lestrinum getur nemandinn hlustað á upplestur Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu o.fl.
Við hvetjum kennara, foreldra og börn til að kynna sér Umferðarvefinn en þar er bæði margt skemmtilegt og gagnlegt að finna.