Í vikunni lauk Lúðvík Helgason, smiður og fyrrum húsvörður í Grundaskóla, við að byggja nýjan og glæsilegan útipall við skólann. Pallurinn er sunnan megin við skólann og mun í framtíðinni hýsa útikennslu og vinnuaðstöðu fyrir nemendur skólans. Einnig er möguleiki á að ganga út úr mötuneytinu og borða úti á góðviðris dögum. Pallurinn er allur hin mesta listasmíð og hluti af þeirri markvissu uppbyggingu sem unnið er að í Grundaskóla um þessar mundir.
Hér má sjá þegar Sigurður Arnar skólastjóri þakkaði Lúðvík fyrir frábæra vinnu og tók formlega við verkinu fyrir hönd Grundaskóla.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is