Það er hverjum skóla mikilvægt að eiga gott samstarf við foreldra. Við í Grundaskóla erum svo lánsöm að á bakvið skólann stendur öflug sveit foreldra sem hefur mikinn metnað fyrir skólastarfinu.
Á sjötta tug foreldra skipa stöður árgangafulltrúa en fyrir þeim hópi fer öflug stjórn foreldrafélagsins.
Hér á myndinni má sjá núverandi stjórn Foreldrafélags Grundaskóla en hana skipa fv: Anna María Þórðardóttir, Sigurrós Harpa Sigurðardóttir, Ella Þóra Jónsdóttir, Einar Gestur Jónasson, Kristín Minney Pétursdóttir og Sigurjón Jónsson
Grundaskóli er OKKAR