Öflug sveit foreldra stendur á bakvið skólann

Samkvæmt lögum ber að hafa foreldrafélag í grunnskólum og kjósa ftr. foreldra og hagsmunaaðila í skólaráð. Í Grundaskóla er um 10% foreldra sem sinna sjálfboðaliðastörfum fyrir skólann og sinna ýmsum verkefnum s.s. í skólaráði, stjórn foreldrafélags eða sem bekkjarfulltrúar í öllum tíu árgöngunum. Umræddir foreldrafulltrúar eru skólanum bæði til stuðnings í ýmsum verkefnum og umræðum en einnig til aðhalds um að halda úti ölfugu og faglegu skólastarfi.

Við munum kynna frekar foreldrastarf innan skólans á næstu vikum en stefna skólastjórnar  er að efla mjög formlega fræðslu til foreldra og samstarf milli heimilis og skóla.

 

Ný stjórn foreldrafélags skipa:

Ólöf Helga Jónsdóttir

Anna María Þórðardóttir

Hannes Sigurbjörn Jónsson

Gréta Jónsdóttir

Marsibil Björk Eiríksdóttir

Einar Gestur Jónasson

Kristján Kristjánsson

 

Ftr, foreldra í Skólaráði eru:

Ingunn Þ. Jóhannesdóttir

Guðrún Lind Gísladóttir

Jón Þór Þórðarson

 

Ftr. í fulltrúaráði eru a.m.k. fimm fyrir hvern árgang eða 55 fulltrúar.