Í október ár hvert fer fram árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Átakið hefur verið haldið til fjölda ára og hefur bleiki liturinn ávallt verið í hávegum hafður í tengslum við það.
Grundaskóli hefur lengi stutt þetta átak enda er þessi hættulegi sjúkdómur andstæðingur bæði barna og fullorðinna. Við minnum á árvekniátakið með því að lýsa bygginguna bleika í mánuðinum auk þess að taka þátt í bleika deginum sem verður síðar í oktober.