Nýlega undirrituðu Ólafur Stefánsson og Hrönn Ríkharðsdóttir samstarfssaming um KeyWe sem er hugbúnaður ætlaður til náms og kennslu í t.d. bókmenntum og sögu. Í fyrstu atrennu fær unglingastigið að spreyta sig á notkun hugbúnaðarins og það verður gaman að fylgjast með hvernig gengur. Ólafur Stefánsson, sem flestir þekkja sem landsliðsmann í handbolta og fyrirliða silfurliðsins okkar frá Ólympíuleikjunum í Peking, kom og kenndi krökkunum á kerfið og tók síðan léttan fyrirlestur með nemendum í 4. bekk um samskipti og hvernig á að koma fram við aðra. Ólafur mun koma í einhver skipti enn og leiðbeina nemendum og kennurum í unglingadeildinni. Það er ekki ónýtt að fá slíkan einstakling inn í skólann.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is