Þóra sögukona heimsótti 3. bekk

Það er alltaf jafn gaman þegar Þóra sögukona kemur í heimsókn til okkar. Börnin sitja alveg stjörf og hlusta með mikilli athygli. Þau hlakka alltaf til að fá hana í heimsókn og eru himinlifandi þegar þau sjá hana koma. Það eru forréttindi að hafa eina Þóru sögukonu í skólanum og við þökkum henni kærlega fyrir allar skemmtilegu sögurnar.
Bestu kveðjur,
Katrín Valdís