Örugg gönguleið á milli skólamannvirkja

Nú í haust var gengið frá framkvæmdum á gönguleið milli Grundaskóla og íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum þannig að nemendur eiga að geta gengið eftir öruggari og tryggari gönguleið þegar þau fara í eða úr sundi eða leikfimi. Áður þurftu nemendur að labba yfir bílastæði og vegna mikils umferðarþunga skapaðist oft hætta á þeim kafla. Nú hefur Akraneskaupstaður látið leggja göngustíg yfir bílaplanið þannig að umferð gangandi vegfarenda er orðin miklu öruggari en áður var.
Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi og er ekki annað hægt en að hrósa bæjaryfirvöldum fyrir þessa framkvæmd.