Miðvikudaginn 17. febrúar n.k. er öskudagur með tilheyrandi skemmtidagskrá um borg og bý. Á miðvikudag er skertur skóladagur í Grundaskóla og hættir kennsla þá á milli 12-13 eða þegar hádegismat er lokið. Þetta er misjafnt eftir árgöngum en þeir sem eru styðst hætta 12:10 og svo koll af kolli. Upplýsingar um skipulag í hverjum árgangi berast í tölvupósti frá umsjónarkennurum.
Frístund Grundaskóla mun hefja starfsemi strax og skóladegi lýkur og geta þeir sem eru ekki að fara út í bæ og eru skráðir í frístundastarfið mætt beint þangað. Frístundin er með sérstakt öskudagsprógramm þannig að þar verður mikið fjör fram eftir öllum degi.
Hið sama má segja um dagskrá fyrir 3. - 4. bekk en Þorpið heldur úti skipulögðu starfi á sömu forsendum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is