Pangea Stærðfræði Keppni 2016

Grundaskóli tók þátt í hinni árlegu úrslitakeppni Pangea Stærðfræði keppni sem fram fór í Reykjavík. 40 skólar voru skráðir til leiks og eru 20 af þeim sem eiga nemendur í úrslitum. 35 nemendur komust áfram og er Kolbeinn Tumi Kristjánsson, nemandi í 8. bekk í Grundaskóla, einn af þeim. 
Frábær árangur hjá honum og óskum við honum góðs gengis.
Keppni þessi er haldin í 20 Evrópskum löndum og tekur Ísland þátt í fyrsta skipti. Þar taka 35 nemendur þátt úr hverjum árgangi og munu yfir 1000 nemendur úr 40 skólum taka þátt í það heila. Markmiðið er að hvetja nemendur til að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar. Þátttakendur kynnast því hversu spennandi það er að vinna með stærðfræði og læra að nota mismundandi aðferðir til þess að fá réttar niðurstöður.