Við í áttunda bekk unnum að plöntuverkefni núna í byrjun skólaársins. Við byrjuðum á því að fara út að tína blóm. Við tíndum t.d. baldursbrá, túnfífla, vallhumall og sóleyjar. Svo þegar við komum upp í skóla krufðum við plönturnar og það kom okkur á óvart hvað var inn í plöntunum. Við sáum lífæri plantnanna og margt fleira.
Eitt sem stóð sérlega upp úr plöntuverkefninu okkar, var samanburðarrannsóknin! Við plöntuðum annaðhvort fræjum eða plöntu í einhverja dós og okkur var sagt að hafa einhvern mun á plöntunum, við breyttum einhverju einu. T.d. var ein plantan vökvuð með eplasafa og hin vatni eða ein planta var látin hlusta á tal en hin á tónlist! Eftir nokkra daga sjáum við að nokkrar plöntur eru farnar að deyja en hjá sumum er bara enginn munur.
Höfundar fréttarinnar: Dagný Lára Ottesen og Álfheiður Magnúsdóttir í 8. Bekk.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is