Plöntuverkefni hjá 9.bekk

Við í 9.bekk höfum verið að læra um plöntur og hvernig þær lifa. Við fengum að fara í garða heimsókn að skoða og fræðast um alls konar plöntur. Þar lærðum við um hvernig ljóstillífun á sér stað og hvað plöntur gera. Einnig fengum að smakka alls konar kryddjurtir og ber, við veltum líka svolítið fyrir okkur hvað væri inn í berjunum. Inn í þeim eru fræ og ef það lendir á góðum stað á jörðinni getur það orðið að nýrri plöntu. Við lærðum líka um hvernig frjókorn færast á milli plantna, það sem á sér stað er að plantan vill líta vel út og lykta vel svo að flugur laðist að henni og ná í frjókornin. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg heimsókn.    

 

Við lærðum að búa til sýni í smásjá og það var mjög áhugavert. Við fræddumst um laufblöð og hvaða hlutverki þau gegna fyrir plöntuna.  Við notuðum laufblöð nokkrum trjám en laufblöð af ösp voru best. Þegar við bjuggum til sýni þá notuðum við litla hnífa til að plokka lítinn bút af laufblaðinu, settum vökva ofan á og lokuðum á milli tveggja glera að lokum settum sýnið í smásjá og skoðuðum. Útkoman var mjög áhugaverð en við sáum loftaugun og varafrumur laufblaðsins en við vorum einmitt búin að læra um það áður en við skoðuðum. Þetta verkefni var skemmtilegt og gaman að prófa aftur.

 

Höfundarfréttar eru Árný Lea og Dagur Óli í 9.bekk