Popplestur í Grundaskóla


Í dag fagna nemendur á miðstigi góðum árangri í s.k. popplestri. Popplestur er keppni þar sem nemendur keppast við að lesa sem flestar mínútur og sem flestar bækur. Hver nemandi skráir ásamt kennara og foreldrum sínum árangurinn og vinnur með bækurnar en launin eru auk þess að vera betri í lestri poppbaun fyrir hverja lestrarmínútu. Í dag var síðan uppskerudagur og popplyktina lagði um allan skóla ásamt því að glaðir nemendur fögnuðu góðum framförum í lestri. Til gamans má geta að nemendur á miðstigi lásu samtals 60.003 mínútur sem eru um 1000 klukkustundir eða 42 sólarhringar.