Púlsinn, skólablað Grundaskóla er komið út

Við viljum vekja athygli skólasamfélagsins á að nýtt eintak af Púlsinum er komið út. Þetta er 1. tbl. og 26. árg. blaðsins sem er í sjálfum sér afrek.

Útgáfa blaðsins heldur vel utanum skólasögu Grundaskóla og er í alla staði glæsilegt skólablað. Í anda umhverfisverndar er útgáfan að mestu rafræn en nokkur eintök prentuð til að hafa á bókasafni skólans. Við hvetjum ykkur til að skoða blaðið OKKAR. Áfram Grundaskóli


Smelltu hér til þess að opna Púlsinn