Starf aðstoðarskólastjóra Grundaskóla var auglýst laust til umsóknar þann 21. mars og rann umsóknarfrestur út þann 5. apríl sl. Alls bárust átta umsóknir um starfið í gegnum umsóknarkerfið Alfreð.is.
Samhliða afgreiðslu á þessari ráðningu hefur verið ákveðið að ráðast í skipulagsbreytingar á stjórnskipulagi skólans og hafa tvo aðstoðarskólastjóra líkt og þekkist í mörgum stærri grunnskólum landsins. Nemendafjöldi er nú ríflega 700 og er skólinn einn af stærstu grunnskólum á Íslandi. Hugmyndir eru uppi um að mynda sterkt stjórnendateymi í ört stækkandi skóla og til framtíðar geti staðgengilshlutverkið mögulega færst á milli aðstoðarskólastjóra eftir árum. Kristrún Dögg er ráðin sbr. auglýsingu en Margrét kemur inn á sama tíma með vísan í tímabundnar skipulagsbreytingar.
Með vísan í niðurstöður ráðningarteymis úr úrvinnslu umsókna miðað við lög og reglur, ráðningasamtala og mats umsagnaraðila er niðurstaða ráðningarferlis eftirfarandi:
Kristrún Dögg Marteinsdóttir og Margrét Ákadóttir verði ráðnar í störf aðstoðarskólastjóra í Grundaskóla frá og með 1. ágúst 2023.
Kristrún Dögg hefur lokið B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands, diplómu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og MA prófi í stjórnun og forystu frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur starfað í Grundaskóla frá 2003 sem grunnskólakennari, verkefnastjóri og s.l. sjö ár sem deildarstjóri á yngsta stigi við góðan orðstír.
Margrét færist úr starfi deildarstjóra í starf aðstoðarskólastjóra í samræmi við hugmyndir um tímabundnar skipulagsbreytingar. Margrét hefur lokið B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og lýkur MA gráðu í stjórnun og forystu frá Háskólanum á Bifröst nú í vor. Hún hefur starfað í Grundaskóla frá árinu 2000 sem grunnskólakennari, teymisstjóri og s.l. sjö ár sem deildarstjóri á mið og unglingastigi við góðan orðstír.
Við óskum Kristrúnu Dögg og Möggu Áka til hamingju með ráðninguna.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is