Ráðning deildarstjóra Grundaskóla

Fyrir nokkru voru tvær stöður deildarstjóra í Grundaskóla auglýstar lausar til umsóknar. Alls bárust átta öflugar og góðar umsóknir um stöðurnar. Nú er ráðningarferlinu lokið og hefur verið ákveðið að ráða Kristrúnu Dögg Marteinsdóttur og Margréti Ákadóttur í störfin. Þær taka við nýju starfi í Grundaskóla frá 1. ágúst næstkomandi.
Kristrún Dögg Marteinsdóttir er grunnskólakennari og hefur starfað sem kennari á yngsta, miðstigi og verkefnastjóri í Grundaskóla frá árinu 2003. Kristrún Dögg hefur verið virk í ýmsu starfi innan og utan skólans. Hún hefur stundað framhaldsnám í mannauðsstjórnun við HÍ. Hún situr nú í stjórn uppeldissviðs Knattspyrnufélags ÍA.
Margrét Ákadóttir er einnig grunnskólakennari og hefur starfað sem kennari á yngsta stigi, unglingastigi og sem verkefnastjóri í afleysingum frá árinu 2000. Margrét hefur verið virk í ýmsu þróunarstarfi innan skólans og í félagsstarfi á Akranesi. Hún hefur einnig sinnt ýmsum trúnaðarstörfum meðal annars fyrir Knattspyrnusamband Íslands og ÍA.
Kristrún Dögg og Margrét munu ásamt Sigurði Arnari og Flosa skipa nýtt stjórnunarteymi og skólastjórn Grundaskóla.
Við óskum þessum öflugu konum til hamingju með stöðuveitinguna.