Það eru óteljandi hlutir sem gott er fyrir foreldra og börn að ræða saman.
Til dæmis er alveg tilvalið að ræða ólík sjónarhorn eða afstöðu hvað er rétt eða rangt. Ábending barst frá foreldri fyrir skömmu að mikilvægt væri að skýra og brýna fyrir krökkunum muninn á ,,að klaga” og ,,segja frá”.
- Þegar maður segir frá er maður að reyna að koma í veg fyrir að aðrir geti skaðað sig, aðra eða hluti.
- Þegar maður klagar er maður að leika sér að því að koma öðrum í vandræði, án þess að viðkomandi hafi gert nokkuð af sér.