RAUÐ AÐVÖRUN

Enn og aftur er veðurspá ekki hagstæð. Síðdegis í kvöld fer að hvessa og fer versnandi frameftir kvöldi og yfir á þriðjudagsmorgunn.

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Viðvaranir beinast ekki síst að yngstu nemendum grunnskólans.

Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti.

Sjá nánar á meðfylgjandi slóð: https://www.vedur.is/vidvaranir