Við í 7. bekk fórum í Reykjaskóla 21. – 24. maí.
Mikið sem það var gaman hjá okkur.
Allir skemmtu sér konunglega í þessari vel heppnuðu ferð.
Einkunnarorð Reykjaskóla eru gleði, samvinna og traust.
Við elfdum leiðtogahæfni og sjálfsmynd og unnum með styrkleika okkar í samráði við einkunnarorðin. Fórum í marga leiki, fengum að heyra frá Grettissögu, héldum sundlaugapartý, kvöldvökur, diskótek, förðunarkeppni og þess á milli var frjáls leikur.
Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru bæði sjálfum sér og Grundaskóla til sóma.
Takk fyrir frábæra viku.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is