Sænskir kennarar í heimsókn

Í vikunni fengum við heimsókn frá Vara Kommune í Svíþjóð. Þrír kennarar hafa verið í Grundaskóla til að kynna sér kennsluhætti og starfsemi skólans. Þessi heimsókn er styrkt af Erasmus verkefni Evrópusambandsins en fleiri kennarahópar eru væntanlegir á næstunni. Vonandi láta foreldrar sér ekki bregða þó að börnin fari að telja á sænsku eða segja Hej då & jätte bra!