Samræmd próf í Grundaskóla haustið 2018

Í september þreyttu nemendur, í 4. og 7. bekk, samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Að vanda stóðu nemendur okkar sig ágætlega en raðeinkunnir þessara árganga má sjá á meðfylgjandi mynd. Þegar landsmeðaltal er reiknað eiga nemendur með raðeinkunn 1-24 að vera 25% nemenda. Nemendur með raðeinkunnina 25-75 telja síðan um 50% nemenda og 25% nemenda er síðan með raðeinkunnina 76-99. Þegar við skoðum árangur nemenda okkar vekur eftirtekt að við stöndum okkur mun betur í stærðfræði en íslensku. Í 7. bekk eru nemendur nánast á normalkúrfunni en í 4. bekk erum við aðeins undir landsmeðaltali. Í stærðfræði hins vegar, eru mun færri með raðeinkunn 1-24 og mun fleiri í miðhóp og efsta hóp. Það þýðir að Grundaskóli er nokkurn veginn á landsmeðaltali í íslensku en talsvert yfir landsmeðaltali í Stærðfræði. Það er umhugsunarvert fyrir okkur í Grundaskóla hvers vegna við stöndum okkur mjög vel í stærðfræði en síður í íslensku.