Samrómur lestrarkeppni hefst í dag

Í dag, mánudaginn 18. janúar, fer af stað keppni, um flestar setningar lesnar inn á "Samróm" (sjá hér fyrir neðan). Foreldrar og börn geta tekið þátt en forráðamenn verða að veita samþykki fyrir börnin með skráningu. Sjá nánar á vefslóðinni www.samromur.is

Tilgangurinn er þessi:
Til þess að tölvur og tæki skilji íslensku svo vel sé þá þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá allskonar fólki. Þess vegna þurfum við þína aðstoð, með því að smella á "Taka þátt" þá getur þú lesið upp nokkrar setningar og lagt "þína rödd" af mörkum. Þetta er stórt samstarfsverkefni stofnana og fyrirtækja til þess að gera íslensku gjaldgenga í tölvum og tækjum. Að því koma íslenskir háskólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök, sem munu á næstu árum þróa nauðsynlega innviði fyrir hugbúnað sem skilur og talar íslensku. Samrómur verður hluti af þessu verkefni, opið gagnasafn raddsýna fyrir íslensku sem hver sem getur notað til þess að þróa sínar máltæknilausnir. Með þessu tryggjum við öryggi íslenskunnar á stafrænum tímum.

Þetta átak er byggt upp sem keppni milli skóla en Grundaskóli tekur ekki þátt sem heild en hvetur nemendur og foreldra til að styrkja gagnagrunninn með því að taka þátt og lesa inn.