Unnið er með samskipti í Grundaskóla á fjölbreyttan hátt. Til dæmis er boðið upp á ýmis námskeið sem stoðþjónustan vinnur í samvinnu við árgangateymin í bland við aðra vinnu sem snýr að því að efla nemendur í samskiptum.
Í vetur hafa allir nemendur í 8.bekk farið á samskiptanámskeið. Stúlkurnar fara á námskeiðið ,,Samskipti stúlkna, leiðir til lausna“. Samhliða eru drengirnir á sambærilegu námskeiði.
Markmiðið er að efla félagsfærni nemenda með samskiptavinnu og gefa þeim tækifæri til að ræða saman um ýmis félagsleg skilaboð, mikilvægi félagstengsla, sjálfsvirðingar og félagslega samkennd. Nemendur fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín og hvernig þeir tengjast hver öðrum. Þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þeir læra að takast á við árekstra og samkeppni jafningjanna.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is