Samsöngur á miðstigi

Það var mikið fjör hjá nemendum og starfsfólki á miðstiginu á samsöng í dag. Mörg skemmtileg lög voru sungin og mátti heyra lag eins og "Kátir voru karlar" langt fram á gang. Hann Sammi sá um að leiða hópinn eins og honum einum er lagið.