Samsöngur íþróttahúsinu Jaðarsbökkum kl. 10:15

Til hamingju með daginn.
Við bjóðum alla velkomna á stóran samsöng Grundaskóla í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum kl. 10:15. Fyrir samsöng munu nemendur Grundaskóla og starfsmenn fara í skrúðgöngu um skólahverfið og fagna 35 ára afmæli skólans með lúðrablæstri og söng. Það er mikið um að vera í Grundaskóla í dag og við fögnum öll sem eitt.