Samþykkt stjórnar foreldrafélags Grundaskóla

Samþykkt stjórnar foreldrafélags Grundaskóla

Fagnar öflugu og metnaðarfullu skólastarfi

Ný stjórn Foreldrafélags Grundaskóla kom saman til fundar mánudaginn 6. des. s.l. Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum og tók Anna María Þórðardóttir við sem formaður félagsins. Fundargerðir stjórnar eru birtar á heimasíðu skólans. Sjá nánar á meðfylgjandi slóð: https://www.grundaskoli.is/static/files/grundaskoli/skjol/foreldrafelag-grundaskola-fundargerd-6.-des-2021.pdf

Meðal annars var eftirfarandi bókun samþykkt:

Foreldrafélag Grundaskóla fagnar öflugu, fjölbreyttu og faglegu skólastarfi sem fer fram í Grundaskóla. Stjórn félagsins tekur heils hugar undir samþykkt Skólaráðs skólans samanber samþykkt á fundi ráðsins þann 23. nóv. s.l.

Þar segir:

 „Skólaráð sendir öllum starfsmönnum þakkir og lof fyrir frábæra frammistöðu á erfiðum tímum. Í sögulegu samhengi hefur skólinn glímt við ótrúlegar aðstæður s.l. tvö ár og má í því sambandi nefna húsnæðisskemmdir, uppbrot á skólastarfi yfir í sjö byggingar um allan bæ, glímt við heimsfaraldur, kennt í fjarnámi og blönduðu staðnámi o.fl. Endurskipulagt allt skólastarfið aftur og aftur án þess að missa niður mikilvæga starfsemi. Slíkt starf er ekki sjálfgefið og ótrúlegt að skólinn haldi fullri ferð þrátt fyrir allt.“

Skólaráð og foreldrafélag skólans fagnar metnaðarfullu skólastarfi sem sinnt er í Grundaskóla.