Í dag var líf og fjör inn á sal Grundaskóla þar sem allir 1.bekkingar í Brekkubæjar-og Grundaskóla og allir elstu nemendur frá öllum leikskólum bæjarins komu saman og skemmtu sér. Sungin voru jólalög, atriði sýnd á sviði og í lokin var dansað. Flottir krakkar hér á ferð.