Samvinna – Traust – Virðing .... Að baki stendur sterk liðsheild
26.01.2024
Í kvöld verður söngleikurinn Úlfur, úlfur frumsýndur fyrir fullu húsi.
Glæsilegt verk sem sýnir og sannar hversu öflugt skólastarf er í Grundaskóla. Að baki liggur botnlaus vinna nemenda og starfsmanna með miklum stuðningi og þátttöku foreldra og skólasamfélagsins alls.
Gildi skólans (Samvinna, Traust, Virðing) birtast öllum sem lifandi séu.
Að bakvið skólastarfið stendur sterk og samhent liðsheild. Framundan er hrein uppskeruhátíð og mikil gleði.