Setning barnamenningarhátíðar á Vökudögum

Í dag var barnamenningarhátíð Vökudaga sett og hafa nemendur í 6. bekk Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla tekið þátt í undirbúningi þessarar hátíðar með fjölbreyttri sköpun hjá kennurum sínum með þemað Bókmenntir og listir til hliðsjónar. Sýningarstaðir eru þrír og opnunartímar eru sem hér segir: 

  • Bókasafnið, Dalbraut 1. Opið alla virka daga frá kl. 12-18 og á laugardögum frá kl. 11-14.
  • Tónlistarskólinn, Dalbraut 1. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 12-16 og föstudaga kl. 9-13. Auk þess er opið laugardaginn 4. nóvember frá kl. 12-17 en þá er einmitt opinn dagur hjá Tónlistarskólanum.
  • Guðnýjarstofa í Safnaskála Byggðasafnsins. Opið alla daga kl. 11:30-17.
Í tilefni þess hittust allir nemendur í 6. bekk og dönsuðu saman á planinu fyrir framan Krónuna.  Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tilefni. 
ýna>